Illustration © Nikki McClure

contentarea top menu

type=digital_archives

Info:
blog of the Icelandic Feminist Association (Femínistafélags Íslands) which was founded in 2003 and which "is a free and independent forum with the goal to foster critical and feminist discussion in all areas of Icelandic society." most of the time the blog is publishing news about feminist events and the association's meetings/events, but also feminist news about petititions, politics, events, violence against women, gender equality, discrimination etc.

Statement:
Saga Femínistafélags Íslands hófst árið 2003. Spenna lá í loftinu. Kosningar voru framundan og óánægja víða með stöðu jafnréttismála. Póstlisti sem átti að vera umræðuvettvangur fyrir femínista var stofnaður í febrúar 2003. Skráningar á listann fóru fram úr björtustu vonum og innan tveggja vikna voru um 200 femínistar skráðir á listann. Í kjölfarið varð krafan um stofnun félags hávær. Stofnfundur Femínistafélags Íslands var haldinn þann 14. mars árið 2003 í húsi Miðbæjarskólans. Framhaldsstofnfundur var tveim vikum seinna, eða þann 1. apríl. Þar með var félagið formlega stofnað og búið var að kjósa í ráð og stofna hópa.

Skipulag félagsins miðast við valddreifingu og jafna ábyrgð. Þess vegna er enginn formaður kosinn heldur á ábyrgð að dreifast jafnt á félaga. Leitast er við að hafa öflugt starf á netinu svo fólk geti tekið þátt hvaðan sem er. Allar tilkynningar um viðburði á vegum félagsins, þ.m.t. aðalfund, eru í gegnum tölvupóst og heimasíðu félagsins.

Starf félagsins byggir á sjálfboðaliðum sem vilja leggja sitt af mörkum til að efla framgang jafnréttismála. Þeim sem vilja taka þátt í starf félagsins er bent á að senda okkur tölvupóst eða hafa samband við ráð félagsins.

Stefnuskrá Femínistafélags Íslands

FEMÍNISTAFÉLAG ÍSLANDS er umræðuvettvangur og baráttutæki íslenskra femínista. Félagið er frjáls og óháður vettvangur sem hefur það að markmiði að efla gagnrýna og femíníska umræðu á öllum sviðum þjóðlífsins.

Helstu markmið félagsins eru:

* Að vinna að jafnrétti kynjanna.
* Að vinna gegn hverskonar birtingarmyndum kynjamisréttis. Þar má nefna klámvæðinguna, ágengar, lítilsvirðandi auglýsingar, ofbeldi, mansal og vændi.
* Að uppræta staðalmyndir um hlutverk og eðli kvenna og karla.
* Að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði, útrýma kynbundnum launamun og auka hlut kvenna í stjórnun auðlinda og fjármagns.
* Að styrkja þátttöku kvenna í opinberu lífi, fjölmiðlum og stjórnmálum.
* Að stuðla að samfélagi sem tekur mið af mismunandi hagsmunum og sjónarmiðum karla og kvenna svo sem í atvinnu- og menntamálum, stjórnmálum, menningu og á vettvangi einkalífsins.

Markmiðum þessum skal náð með lýðræðislegri, gagnrýnni og sýnilegri umræðu á fundum, Netinu og í öðrum fjölmiðlum.

Location

Reykjavík
Iceland
Names of Producers/organizers/editors/creators: 
Femínistafélags Íslands - The Feminist Association of Iceland
Timerange, Issue-nr, ...: 
2003 - now
Language of project: 
Icelandic
Topic: 
Grassroots media in Europe
Networking & community building
Representation of women
Sexual violence
Work and employment